
Stefán Stefánsson Mynd VÍÆ IV
Stefán Stefánsson fæddist í Húnavatnssýslu 21. júní, 1870. Dáinn í Upham í N. Dakota 29. janúar, 1952.
Maki: 1) 1894 Elísabet Þorbjörg Geirhjartardóttir f. 10. júlí, 1874 í S. Þingeyjarsýslu, d. 12. desember, 1922 2) 7. mars, 1925 Þórunn Ingibjörg Jónsdóttir f. í Nýja Íslandi 4. september, 1880, d. í Cavalier í N. Dakota 8. febrúar, 1961.
Börn: 1. Einar f. 25. febrúar, 1897 2. Magnús Trausti f. 2. desember, 1898 3. Gunnar Jóhann f. 22. júlí, 1899, d. 6. maí, 1919 4. Guðrún f. 1900, d. ungbarn 5. Oddur Skafti f. 26. október, 1901, d. 1939 6. Joseph Loftur f. 4. september, 1903 7. Höskuldur Guðjón f. 10. október, 1906 8. Margrét Stefanía f. 27. október, 1907, d. 3. mars, 1982 9. Hildigunnur Hólmfríður f. 3. desember, 1909 10. Guðfinna Bergþóra f. 6. nóvember, 1913.
Stefán flutti vestur til Winnipeg árið 1888 og fór þaðan í Garðarbyggð í N. Dakota. Þaðan lá leiðin í Mouse River byggð árið 1896 þar sem hann bjó lengi. Elísabet fór vestur 1881 með foreldrum sínum, Geirhirti Kristjánssyni og Guðfinnu Jónsdóttur og systkinum. Hann og Þórunn flutt svo til Upham þar sem þau bjuggu síðustu ár sín.
