Stefán Þ Árnason

ID: 18825
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1970

Stefán Þorkell Árnason Mynd VÍÆ II

Stefán Þorkell Árnason fæddist í N. Dakota 16. september, 1882. Dáinn í Seattle árið 1970. Stefan Thorkell Scheving vestra.

Maki: 1919 Anna Valgerður Guðmundsdóttir f. 4. maí, 1890 á Sauðárkrók í Skagafjarðarsýslu.

Börn: 1. Margrét f. 4. september, 1920 2. María Sigríður f. 26. nóvember, 1921 3. Stefán Árni f. 21. júní, 1825, d. 4. ágúst, 2006 4. Anna Kristín f. 30. september, 1932.

Stefán Þorkell var sonur Árna Þorkelssonar og Sigríðar Eyjólfsdóttur, frumbýlingar í N. Dakota. Þar ólst Stefán upp og menntaðist. Hann stundaði viðskipti með föður sínum í Mountain en flutti vestur til Seattle árið 1938. Anna var dóttir Guðmundar Jónssonar og Rósu Jóhannesdóttur úr Skagafirði. Þau bjuggu í Reykjavík árið 1910. Óvíst um brottfarar dag Önnu til Vesturheims.