Stefán Þorsteinsson

ID: 12285
Fæðingarár : 1833
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1893

Stefán Þorsteinsson og Sigurborg Sigfúsdóttir Mynd Hnausa Reflections

Stefán Þorsteinsson fæddist í Vopnafjarðarhreppi í N. Múlasýslu 12. október, 1833.  Dáinn 15. mars, 1893.

Maki: Sigurborg Sigfúsdóttir f. 1833 í N. Þingeyjarsýslu. Dáin 1900.

Börn: 1. Sigríður f. 1862 2. Þórey f. 1867 3. Steinunn f. 1873.

Fluttu vestur árið 1876 og bjuggu fyrsta veturinn nærri Gimli. Fluttu í Hnausabyggð ári seinna. Þar bjuggu þau í fjögur ár en fluttu 1881 út í Mikley þar sem þau bjuggu fáin ár. Þaðan lá leiðin til Selkirk í tvö ár og svo til Winnipeg í nokkur ár. Þau fóru aftur á land sitt í Hnausabyggð og bjuggu þar stutt en fluttu þaðan í Geysirbyggð og bjuggu hjá dóttur sinni, Þóreyju og manni hennar, Gesti Oddleifssyni til dauðadags.