
Stefanía A Björnsson Mynd VÍÆ I
Stefanía Aðalbjörg Björnsson fæddist í Minneota í Minnesota 28. desember, 1916. Denbow seinna.
Maki: 9. júní, 1940 Carl Herbert Denbow f. 13. desember, 1911 í Ohio.
Börn: 1. Carl Jon f. 24. nóvember, 1944 2. Stefania Augustine f. 24. apríl, 1947 3. Signy Elise f. 6. júní, 1954.
Foreldrar Stefaníu voru Gunnar Björnsson og Ingibjörg Ágústína Jónsdóttir í Minneota. Þar ólst hún upp en flutti árið 1925 með foreldrum sínum til Minneapolis. Hún lauk prófi frá John Marshall High School í Minneapolis árið 1934, B.A. prófi í fornlistarsögu og hljómlist frá University of Minnesota í Minneapolis og M.A. prófi frá sama skóla í listasögu miðalda. Fór í tónlistarnám og gerðist að því loknu orgelleikari í ýmsum kirkjum og kenndi í miðskólum. Kirkjusaga var henni hugleikin og fleira sagnfræðilegt. Hún rannsakaði eitt og annað í sögu Íslands og skrifaði ritgerð um utanríkisverslun Íslendinga frá 13. öld fram á 17. Maður hennar var forseti Stærðfræðideildar Ohioháskóla í Athens og kenndi stærðfræði víða í Bandaríkjunum.