Stefanía Daníelsdóttir fæddist í Gullbringusýslu 3. ágúst, 1884. Núpdal í Vatnabyggð.
Maki: 6. maí, 1906 Stefán Björnsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1880. Dáinn í Saskatchewan árið 1942. Núpdal vestra.
Börn: 1. Elizabeth f. 17. janúar, 1908 2. Sigríður f. 22, janúar, 1910 3. Anna Ingibjörg f. 12. mars, 1912, d. 3. júlí, 1943 4. Agnes f. 21. júní, 1914 5. Björn Sumarliði f. 20. október, 1917 6. Daniel Stefán Oakland f. 26. janúar, 1920 7. Valdimar Guðmundur f. 11. júní, 1922 8. Steinólfur f. 22. október, 1926.
Stefanía fór til Vesturheims með foreldrum sínum, Daníel Grímssyni og Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1885. Þau voru fyrst í Garðar í N. Dakota en seinna í Vatnabyggð. Stefán var sonur Björns Guðmundssonar og Agnesar Teitsdóttur er vestur fluttu árið 1884. Þau námu land nærri Mountain í N. Dakota þar sem Stefán ólst upp. Hann gerðist seinna bóndi nærri Elfros í Vatnabyggð.
