Steinunn Jóhannsdóttir

ID: 14498
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1867

Steinunn Jóhannsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 8. október, 1867. Nordal í hjónabandi.

Maki: 10. desember, 1906 Jón Magnússon Nordal f. í Mýrasýslu 20. september, 1842, d. 15. maí, 1927.

Börn: 1. Ósk Sigurbjörg Bjarnadóttir f.1895 2. Sigurjón Nordal 3. Þórdís Emily Nordal. Ósk var fædd á Íslandi og fór með móður sinni vestur.

Steinunn flutti til Vesturheims skömmu eftir aldamót og settist að í Glenboro í Manitoba. Þar bjó hún í 26 ár, flutti til Winnipeg og seinna vestur til Vancouver. Jón Nordal flutti vestur árið 1876 og var í Mikley í Manitoba fáein ár. Þaðan lá leið hans til Winnipeg árið 1880 en 1883 gerðist hann bóndi í Argylebyggð, þar hét Mýri. Árið 1906 flutti hann til Glenboro og þar bjó hann með Steinunni og börnum þeirra þar til hann dó. Steinunn flutti þá til Winnipeg og bjó þar rúman áratug. Síðustu ár sín var hún á Höfn, dvalarheimili eldri borgara í Vancouver.