Sulime J Stefánsdóttir

ID: 7269
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1905

Börn Sulime og Ófeigs þau Olgeir og Guðrún. Mynd 1914 RbQ

Sulime Jóhanna Stefánsdóttir fæddist 27. nóvember, 1873 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í N. Dakota 20. september, 1905.

Maki: Ófeigur Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 23. ágúst, 1853. Dáinn í Vatnabyggð 6. apríl, 1931.

Börn: 1. Guðrún Stefanía f. 9. nóvember, 1889 2. Olgeir f. 4. desember, 1890 3. Sigrún f. 1. mars, 1895 4. Helga f. 1. nóvember, 1900.

Sulime var dóttir Stefáns Jónssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur sem vestur fluttu árið 1882. Þau settust að í N. Dakota. Ófeigur flutti fyrst vestur árið 1880, fór heim til Íslands en aftur vestur frá Akureyri árið 1883. Hann bjó í N. Dakota til ársins 1911, flutti þá norður í Vatnabyggð og settist að í Wynyard. Bjó þar alla tíð.