Sveinbjörn Teitsson

ID: 19351
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1952

Sveinbjörn Teitsson fæddist í Dalasýslu 12. febrúar árið 1875. Dáinn 28. maí, 1952 í Nýja Íslandi. Hurdal vestra eftir Hörðudal í Dalasýslu.

Maki: 31. október, 1903 Fjóla Anna Gísladóttir f. 6. desember, 1882, d. 20. janúar, 1929 í Riverton. Séra Rögnvaldur Pétursson Unitaraprestur gaf þau saman í Winnipeg.

Börn: 1. Viewlan Violet f. í Winnipeg 26. júní, 1905 2. Gísli f. í Selkirk 25. júlí, 1907 3. Marshal Duvenzie f. í Winnipeg Beach 25. mars, 1911 4. Ida Ágústa f. í Winnipeg 29. mars, 1913 5. Florence Hólmfríður f. 1917 í Transcona 6. Victor John Hurdell f. í Transcona 9. ágúst, 1918.

Sveinbjörn fór vestur til Winnipeg í Manitoba um 1895 og vann við trésmíðar. Þar kynntist hann Fjólu Önnu en hún hafði opnað þar verslun. Árið 1906 fluttu þau til Selkirk þar sem þau bjuggu í fjögur ár, þaðan lá leiðin í Winnipeg Beach þar sem þau voru tæp tvö ár. Um 1912 fluttu þau til Winnipeg og hófu hótelrekstur á Hotel Fort Rouge en Sveinbjörn stundaði jafnframt trésmíðar. Þegar fyrri heimstyrjöldin hófst brást grundvöllur hótelreksturs og fluttu þau frá Winnipeg í Transcona (nú hluti af Winnipeg). Þótt Sveinbjörn hefði litla reynslu af búskap þá tóku þau þá ákvörðun að flytja árið 1918 til Riverton og nam land í Ísafoldarbyggð. Sveinbjörn var með fáeinar skepnur en vann áfram við trésmíðar. Þegar Anna féll frá eftir slæm veikindi þá hélt hann áfram og var ýmist á jörð sinni eða í húsi sínu í Riverton.