
Sylvía Guðnadóttir Mynd VÍÆ I
Sylvía Guðnadóttir fæddist 1. ágúst, 1910 á Gimli í Nýja Íslandi.
Maki: 5. maí, 1940 Ólafur Norðfjörð Jónsson f. á Blönduósi í Húnavatnssýslu 25. ágúst, 1910. Kárdal vestra.
Börn: 1. Sylvia May f. 1. maí, 1941.
Sylvía var dóttir Guðna Þorsteinssonar og Kristínar Jóhannsdóttur á Gimli í Manitoba. Sylvía lauk námi í miðskóla á Gimli árið 1929, nam í Manitoba Normal School 1930-31 og Toronto Conservatory of Musi 1937-38. Lauk þaðan kennaraprófi árið 1938. Ólafur var sonur Jóns Konráðssonar og Guðfinnu Þorsteinsdóttur frá Kárdalstungu í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Hann flutti með þeim vestur til Nýja Íslands árið 1923. Þar gekk Ólafur í miðskóla en 15 ára hóf hann vinnu við fiskveiðar í Winnipegvatni og stundaði þær til ársins 1949. Sylvía var dóttir Guðna Þorsteinssonar og Kristínar Jóhannsdóttur á Gimli í Manitoba.
