ID: 18184
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1895

Theodore S Thorfinnsson Mynd VÍÆ II
Theodore Skulason Thorfinnsson fæddist í Hallson, N. Dakota 16. janúar, 1895. Afi Theodore í móðurætt var Guðmundur Skúlason.
Maki: Anna Jörgensen
Börn: 1. Stanley Theodore f. í Fargo 16. nóvember, 1925 2. Lois Ann f. 30. október, 1927 3. Kenneth James f. 1. júlí, 1935.
Theodore var sonur Þorláks Þorfinnssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur landnema í N. Dakota. Hann gekk menntaveginn, lauk B. Sc. prófi 1921 frá North Dakota Agricultural College í Fargo, og frá sama skóla M. Sc. prófi í landbúnaðarhagfræði ári síðar. Að loknu námi, kenndi hann landbúnaðarhagfræði við ýmsar deildir skólans. Seinna var hann ráðinn búnaðarráðunautur og vann að rannsóknum í sínum fræðum. Bjó seinast í Nebraska.