ID: 20448
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : N. Dakota
Þóra Hansdóttir fæddist í Mountain, N. Dakota.
Maki: 1913 Sigurður Friðriksson f. 3. febrúar, 1888 í Milton í N. Dakota. Skráður Sigurður F. Bjarnason í Kanada.
Börn: 1. Valdimar 2. Mildfríður.
Sigurður var sonur Friðriks Bjarnasonar og Mildfríðar Árnadóttur sem vestur fóru 1874 til Ontario í Kanada. Settust að í Nýja Íslandi árið 1875 og fluttu þaðan 1881 til N. Dakota. Seinna, 1906, námu þau land í Vatnabyggð í Saskatchewan sem var í Wynyard byggð. Sigurður var aldrei bóndi, hann flutti 1906 í Wynyard og rak vélaverkstæði þar í bæ. Þóra var dóttir Hans K. Sigurbjörnssonar.