ID: 6188
Fæðingarár : 1874
Dánarár : 1956
Þóra Rósa Sigurðardóttir fæddist í Húnavatnssýslu 30. desember, 1874. Dáin 10. maí, 1956. Laxdal vestra.
Maki: 1909 Jóel Sigurbjörnsson fæddist á Vopnafirði í N.-Múlasýslu 12. apríl, 1886.
Börn: 1. Marínó f. 12. maí, 1909 2. Sigurbjörn f. 12. apríl, 1911 3. Sigmundur f. 3. maí, 1914.
Þóra fór vestur árið 1888, með foreldrum sínum, Sigurði Sigurðssyni og Maríu Guðmundsdóttur, landnema í Garðarbyggð í N. Dakota. Jóel var sonur Sigurbjörns Sigurðssonar og Oktavíu Jónsdóttur og flutti með þeim vestur árið 1894. Hann bjó með þeim í N. Dakota en árið 1907 flutti hann í Vatnabyggð í Saskatchewan. Hann var bóndi skammt frá Mozart. Síðustu ár sín var hann í Gladstone í Manitoba.
