Þorbergur Þorvaldsson

ID: 7617
Fæðingarár : 1883
Dánarár : 1965

Þorbergur Þorvaldsson Mynd VÍÆ I

Þorbergur Þorvaldsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 24. ágúst, 1883. Dáinn 4. október, 1965 í Saskatoon. Thorbergur Thorvaldsson vestra.

Maki: 16. maí, 1923 Margrét Paulson f. 1. desember, 1890.

Barnlaus.

Þorbergur var sonur Þorvaldar Þorvaldssonar og konu hans, Þuríðar Þorbergsdóttur sem vestur fluttu úr Viðvíkurhreppi í Skagafirði árið 1887. Þau settust að í Nýja Íslandi þar sem Þorbergur ólst upp. Hann kaus menntun og gekk í Manitobaháskóla, útskrifaðist þaðan með B.A. 1906. Fór þá til Bandaríkjanna, innritaðist í Harvardháskóla árið 1908 og lauk þaðan M.A. prófi 1909 og doktorsprófi árið 1911. Stundaði frekara nám í Technische Hochschule í Dresden 1911-1912 og háskóla í Liverpool 1912-1913. Um störf hans má lesa í Atvinna að neðan. Margrét var dóttir Hans Vilhelms Pálssonar, sem vestur flutti úr Skagafjarðarsýslu árið 1883 og Jónínu Margrétar Nikuládóttur.

 

Atvinna :