Þorbjörg Erlendsdóttir

ID: 3411
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1937

Þorbjörg Erlendsdóttir fæddist 11. febrúar, 1860 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin í Riverton í Nýja Íslandi 6. nóvember, 1937.

Maki: 2. apríl, 1901 Gunnar Guðmundsson Goodman f. 20. júlí, 1849, d. 11. febrúar, 1910 í Gimli.

Börn: 1. Sigríður, d. í æsku. Þorbjörg átti son, Eggert Ólafsson f. 31. desember, 1897, sonur Sæmundar Ólafs Guðmundssonar í Borgarnesi.

Þorbjörg fór vestur til Winnipeg í Manitoba með Eggert árið 1900 og þar kynntist hún Gunnari en hann flutti vestur árið 1887. Með honum flutti Þorbjörg til Gimli þar sem Gunnar lést af slysförum fáeinum árum seinna. Þorbjörg flutti í Geysirbyggð árið 1913 og til Riverton árið 1924.