Þórdís Guðrún Davíðsdóttir fæddist árið 1872 í Húnavatnssýslu.
Maki: Geirmundur Bjarnason f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1868. Olgeirson vestra.
Börn: 1. Anna f. 1894 2. Guðrún f. 1895, d.1919 3. Þórdís Áróra f. 1896 4. Elízabet f. 9. apríl, 1898 5. Lilja Aldís f. 1899 6. Róbert f. 1904 7. Sigríður Björg f. 1908 8. Davíð Louis f. 1910 9. Einar Sigurður f. 1912 10. Olgeir Bjarni f. 1914 11. Sigrún f. 29. júní, 1916, tvíburi 12. Björn f. 29. júní, 1916.
Geirmundur var sonur Bjarna Olgeirssonar og Guðrúnar Ásmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1879. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi en námu land í Garðarbyggð í N. Dakota árið 1881. Þar bjó Geirmundur alla tíð. Þórdís fór vestur árið 1876 með foreldrum sínum, Davíð Jónssyni og Þórdísi Guðmundsdóttur. Þau voru fyrst í Nýja Íslandi en settust seinna að í N. Dakota.
