Þórey Sigurgrímsdóttir

ID: 17200
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1903
Dánarár : 1978

Þórey Sigurgrímsdóttir Mynd VÍÆ I

Þórey Sigurgrímsdóttir fæddist 20. desember, 1903 í Winnipeg. Dáin þar 8. maí, 1978.

Maki: 26. september, 1926 Philip Markús Ólafsson f. í Roseau sýslu í Minnesota 21. október, 1902. Pétursson vestra.

Börn: 1. Anna Sigurveig f. 16. júlí, 1927, d. 29. janúar, 1957 2. Philip Ólafur Hallgrímur f. 18. september, 1928.

Þórey var dóttir Sigurgríms Gíslasonar, trésmiðs í Winnipeg og Hallberu Guðrúnar Vigfúsdóttur. Foreldrar Philips, Ólafur Pétursson og Annie Azelia McNab bjuggu fyrst í Roseau í Minnesota, þá í Kristnes í Vatnabyggð, seinna í Foam Lake þar og loks til Winnipeg árið 1912. Að loknu grunn- og miðskólanámi fór Philip í kennaranám í Winnipeg og öðlaðist réttindi árið 1923. Eftir ársnám í Manitobaháskóla 1926 innritaðist hann í University of Chicago þar sem hann stundaði nám til ársins 1929. Þá var ljóst hvert hugur hans stefndi og lauk hann guðfræðiprófi frá Meadville Theoligical School í Chicago 1932.