Þorsteinn Jónsson

ID: 7350
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1955

Þorsteinn Jónsson Mynd VÍÆ II

Þorsteinn Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 11. maí, 1874. Dáinn í Manitoba 19. júlí, 1955. Thorsteinn J Gislason vestra.

Maki: 20. júlí, 1916 Louise Guðfinna Jónsdóttir f. í Mountain, N. Dakota 10. október, 1884.

Börn: Fóstursonur: Lárus Sigurður Fjelsted f. 23. janúar, 1924.

Þorsteinn flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Gíslasyni og Sæunni Þorsteinsdóttur. Þau komu til New York og fóru strax til Winnipeg og þaðan í Pembina sýslu í N. Dakota.  Þau settust að suðaustur af Hallson en eftir andlát Jóns árið 1893, þraukaði Sæunn á jörðinni en 1899 flutti hún með börnum sínum í Brown byggð í Manitoba. Þorsteinn fór í verslunarskóla í Grand Forks og keypti verslun í Brown árið 1909 og rak hana til ársins 1927 en jafnframt stundaði Þorsteinn landbúnað.

 

Íslensk arfleifð :