Þórunn Bjarnadóttir

ID: 15208
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1929

Þórunn Bjarnadóttir fæddist í S. Múlasýslu 28. júní, 1843. Dáin í Víðirbyggð í Manitoba 4. september, 1929.

Þórunn með sonum sínum Jóhannesi og Einari um 1890. Mynd HR

Maki: 1) 30. nóvember, 1863 Einar Jóhannesson d. 1870 2) 24. nóvember, 1878 Job Sigurðsson f. 14. júlí, 1859, þau skildu.

Börn: Með Einari 1. Jónína f. 20. september, 1864 d. vikugömul 2. Gunnar f. 16. september, 1865 3. Jóhannes f. 22. mars, 1868 4. Jónína f. 8. október, 1869, fór ekki vestur. Með Þorsteini Bjarnasyni 1. Einar f. 7. janúar, 1877, d. 28. janúar, 1878. Með Job 1. Einar f. 16. febrúar, 1879 2. Jóhannes Tryggvi f. 18. maí, 1882 í Eyfordbyggð í N. Dakota

Þórunn flutti til Kanada árið 1876 með unnusta sínum, Þorsteini Bjarnasyni. Í fyrstu bjuggu þau hjá Þorkeli Bessasyni og konu hans í Nýja Íslandi þar sem Þorsteinn lést stuttu eftir áramótin 1877. Um vorið sama ár fór Þórunn með syni sína norður í Hnausabyggð með Þorkeli og fjölskyldu hans. Áfram bjó hún hjá fjölskyldunni en haustið 1878 flutti hún, nýgift, að Ásgarði í Hnausabyggð. Árið 1881 fluttu þau í Eyfordbyggð í N. Dakota þar sem Þórunn ól son en skömmu seinna skildu þau og flutti Job í Mouse River byggð. Þórunn var áfram einhver ár í N. Dakota með syni sína tvo en flutti svo þaðan norður í Brownbyggð í Manitoba.  Þegar synir hennar námu lönd í Víðirbyggð norðvestur af Arborg flutti Þórunn til þeirra.