ID: 13631
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1943
Þórunn Björnsdóttir fæddist í N. Múlasýslu árið 1881. Dáin í Missouri 11. apríl, 1943.
Maki: Frederick William Pretzel f. 1881 í Illinois, d. 14. október, 1955.
Börn: 1. Roland Howard f. 16. desember, 1907 2. Luther Hubert f. 6. september, 1909.
Þórunn flutti vestur til Minnesota árið 1900 og settist að í Minneapolis. Vann þar við þjónustustörf. Í manntali Minnesota 1905 býr hún í leiguíbúð asamt íslenskri konu, C. Björnson sem trúlega var Sesselja systir hennar sem vestur fór árið 1901. Þórunn flutti með manni sínum til St. Louis í Missouri árið 1910 en árið 1920 er hún sjúklingur þar í borg með berkla. Roland, sonur hennar var sendur í fóstur vestur í Seattle til bróður Þórunnar, Sveins. Hún náði heilsu.
