Þórunn Björnsdóttir fæddist 29. ágúst, 1853 í N. Múlasýslu. Dáin 18. mars, 1927 í Los Angeles.
Maki: 1881 Stígur Þorvaldsson f. 20. desember, 1853 í S. Múlasýslu, d. í Los Angeles 7. desember, 1926.
Börn: 1. Aleph Sigríður f. 9. nóvember, 1882 2. Þorvaldur f. 16. febrúar, 1884 3. Björn f. 29. maí, 1885 4. Ólavía Pálína f. 15. mars, 1887 5. Guðný Þorbjörg f. 25. ágúst, 1890 6. Wilmar Pétur f. 19. júlí, 1892 7. Ólafur Kristinn f. 17. apríl, 1894 8. Jennie Elizabet f. 20. nóvember, 1895.
Stígur flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1881 ásamt móður sinni, ekkjunni Vilborgu Jónsdóttur, og systkinum sínum. Þau fóru suður í Akrabyggð í N. Dakota og þar nam Stígur land. Þórunn fór vestur til Winnipeg árið 1876 samferða foreldrum sínum þeim Birni Péturssyni og Ólafíu Ólafsdóttur og systkinum. Bróðir hennar, Páll hafði farið vestur til Kanada árið 1873. Þau bjuggu fyrst í Nýja Íslandi en fluttu suður í Pembinafjöll árið 1880. Stígur og Þórunn bjuggu í Akrabyggð til ársins 1921 en þá fluttu þau til Kaliforníu.
