Þórunn Hallgrímsdóttir

ID: 3153
Fæðingarár : 1868
Dánarár : 1957

Þórunn Hallgrímsdóttir fæddist í Mýrasýslu 25. október, 1868. Dáin í Manitoba 15. ágúst, 1957.

Maki: 1891 Guðmundur Magnússon f. í Mýrasýslu 27. maí, 1870. Tók nafnið Borgfjörð.

Börn: 1. Helga Elísabet f. 19. nóvember, 1892 2. Magnús f. 24. janúar, 1894 3. Victor Ágúst 18. október, 1899 4. Bjarni Sólberg f. 24. júní, 1901 5. Lilja María f. 7. ágúst, 1903 6. Albert f. 28. ágúst, 1906 7. Marino Hallgrímur (Grímur) f. 2. janúar, 1908 8. Clara Emily f. 19. febrúar, 1911 9. Thorsteinn (Steini) f. 6. apríl, 1896 10. Alexander f. 5. október, 1897. Tvö börn þeirra, Hólmfríður f. 1895 og Marínó f. 1902 dóu barnung.

Guðmundur fór vestur til Nýja Íslands árið 1888 en Þórunn hafði farið árið áður, samferða Þorsteini bróður Guðmundar.  Guðmundur og bræður hans, Jón og Þorsteinn, skoðuðu lönd upp með Íslendingafljóti og fundu. Land Þorsteins er í Geysirbyggð en Guðmundur og Jón eru taldir fyrstu landnemar í Framnes – og Árdalsbyggð.