
Þórunn Ingibjörg Jónsdóttir Mynd Almanak 1936
Þórunn Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Dalasýslu 25. júní, 1860. Dáin í Ontario 6. júlí, 1935.
Maki: 18. ágúst, 1884 Jón Pálmason fæddist í Ísafjarðarsýslu 1. janúar, 1864.
Börn: Sigurjón Hjaltalín dó barnungur í Keewatin. Fóstursonur Hannes Jón Harald. Sá var sonur Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Guðmundssonar Harald.
Jón og Þórunn fluttu til Winnipeg í Manitoba með Sigurjón litla árið 1887. Þar voru þau fyrstu tvö árin en fluttu síðan til Keewatin í Ontario þar sem Jón vann hjá Lake of the Woods Milling Co. fram til aldamóta. Þá námu þau land á tanga við Winnipegána skammt frá þorpinu. Þar stundaði Jón fiskveiðar og starfrækti sögunarmillu. Verslaði þar með margs konar unninn trjávið en seldi líka eldivið.
