Þórunn Jónsdóttir

ID: 14150
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Þórunn Jónsdóttir fæddist 26. september, 1875 í S. Múlasýslu. Austmann vestra.

Maki: Halldór Sigurðsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 14. júlí, 1874. Halldór Ásgrímsson vestra.

Börn: 1. Blanche Engilráð f. 25. desember, 1896 2. Norm Halldór f. 5. ágúst, 1898 3. Ruby Dóra f. 3. desember, 1901 4. Alfreð f. 22. nóvember, 1902

Þórunn flutti vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni Austmann og Guðlaugu Halldórsdóttur sem settust að í Akrabyggð í N. Dakota. Halldór var sonur Sigurðar Stefánssonar og Guðbjargar Pétursdóttur í Skagafirði. Hann var ættleiddur af föðursystur sinni, Engilráð Stefánsdóttur og manni hennar Halli Ásgrímssyni. Þau fluttu vestur árið 1883 og tóku Halldór með sér. Þegar vestur kom tók hann föðurnafn stjúpföður síns. Þau settust að nærri Mountain í N. Dakota. Halldór og Þórunn voru í Minnesota fyrir aldamótin en bjuggu svo í Cavalier sýslu í N. Dakota.