
Þórunn með börnin. Frá vinstri Lára, Agnar, Ólafía situr,Jón og Guðmundur Mynd IRS
Þórunn Ólafsdóttir fæddist 22. mars, 1876 í Gullbringusýslu. Dáin 11. maí, 1916 í Riverton.
Maki: 4. júlí, 1899 Þorsteinn Guðmundsson (Steini Bergman) fæddist í Borgarfjarðarsýslu 21. október, 1872. Dáinn í Vancouver, 25. júní, 1963. Bergman vestra.
Börn: 1. Ólafur f. 6. september, 1899, dáinn í slysi í Reykjavík árið 1907 2. Guðmundur Ottó f. 1. október, 1901 3. Lára Ósk f. 7. júlí, 1903 4. Jón Þórður f. 29. ágúst, 1905 5. Ólafía Þuríður f. 2. apríl, 1908 6. Agnar Jóhann f. 29. ágúst, 1909.
Þorsteinn fór vestur til Winnipeg árið 1911 og fékk þar fljótlega vinnu og um sumarið sendi hann boð til Íslands og hvatti Þórunni til að koma vestur með börnin. Hún lá þá lasin með berkla á Vifilstöðum svo úr varð að systir hennar Margrét fór vestur með börnin. Þórunn fór vestur til Winnipeg árið 1913 og þá flutti fjölskyldan til Gimli og ári seinna til Riverton. Þar fékk Þorsteinn strax vinnu. Þórunn náði ekki fullri heilsu og lést snemma árs 1916. Þorsteinn kom börnunum fljótlega í fóstur á ýmsum heimilum.
