Þorvaldur Sigurjónsson fæddist í Nýja Íslandi 23. október, 1897. Dáinn í Winnipeg 15. september, 1979. Dr. Thorvaldur Johnson vestra.
Maki: 6. nóvember, 1935 Rannveig Ingibjörg Steindórsdóttir f. 28. janúar, 1904 í Víðirbyggð í Nýja Íslandi.
Barnlaus.
Þorvaldur var sonur Sigurjóns Jónssonar og Guðrúnar Þorvaldsdóttur í Víðidalstungu í Árnesbyggð í Nýja Íslandi. Þorvaldur gekk menntaveginn innritaðist í háskóla Saskatchewan og lauk þaðan B.Sc. prófi árið 1922. Þaðan lá leið hans til Minnesota og árið 1925 lauk hann M.Sc. prófi frá Minnesotaháskóla. Þaðan lauk hann svo doktorsprófi í jurtasjúkdómum árið 1930 og flutti sama ár til Winnipeg, þar vann hann að rannsóknum á jurtasjúkdómum. Árið 1957 varð hann forstjóri Canada Department of Agricultural Research Laboratory í Winnipeg. Rannveig var dóttir Steindórs Árnasonar og Ingibjargar Björnsdóttur, Landnema í Víðirbyggð í Nýja Íslandi.
