Þorvaldur Þorvaldsson

ID: 15058
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1948

Þorvaldur Þorvaldsson fæddist 29. ágúst, 1873 í S. Múlasýslu. Dáinn 2. febrúar, 1948 í Saskatchewan.

Maki: Gróa Jónsdóttir f. 1876 í S. Múlasýslu.

Börn: Vilhelmína Þóra f. 20. febrúar, 1899

Þorvaldur fór vestur með móður sinni, Vilborgu Jónsdóttur og systkinum árið 1881. Þau settust að í N. Dakota. Þorvaldur ólst þar upp, bjó í Walhalla en flutti þaðan ungur maður til Roseau í Minnesota. Árið 1900 eru hann, kona hans og dóttir skráð til heimilis í Dieter héraði í Roseau County, Minnesota. Þau fluttu þaðan í Vatnabyggð árið 1903 og settust að nærri Leslie þar sem Þorvaldur stundaði verslun.