Þuríður Guðbrandsdóttir

ID: 4228
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Frá vinstri Aðalheiður, Kristín, Þuríður og Ásgeir í Grunnavatnsbyggð. Mynd WtW

Þuríður Dagfríður Guðbrandsdóttir fæddist 24. nóvember, 1896. Þóra Jorundson og Thora Lansing vestra.

Maki: Nils Lansing, bandarískur maður.

Börn: Upplýsingar vantar.

Þuríður fór vestur árið 1903 með foreldrum sínum, Guðbrandi Jörundssyni og Jóhönnu Ásgeirsdóttur og systkinum. Fjölskyldan settist að í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Þar gekk Þuríður eitthvað í skóla en unga að árum flutti hún til Winnipeg og lærði fatasaum. Hún flutti til Los Angeles árið 1929 með Aðalheiði (Adelaide), systur sinni. Maður Þuríðar var sömuleiðis í fataiðnaði og unnu þau við það í borginni einhver ár. Lögberg í Winnipeg greinir frá því 30. apríl, árið 1953 að Jón Emil Guðjónsson frá Kýrunnarstöðum í Dalasýslu og framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs hafi verið í Los Angeles á ferð og þar gist hjá frænku sinni Þóru Lansing og hennar manni.