Tryggvi H Björnsson

ID: 18428
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904

Tryggvi H Björnsson Mynd VÍÆ III

Tryggvi H Björnsson fæddist í Hallson, N. Dakota 27. ágúst, 1904.

Maki: Katharine, bandarískur uppruni.

Börn: 1. Rósalind Kristjana

Tryggvi var sonur Halldórs Björnssonar og Jakobínu Kristjönu Dínusdóttur í N. Dakota. Hann fékk ungur áhuga á tónlist, fór til Winnipeg í nám hjá Jónasi Pálssyni. Þar lærði hann píanóleik og söngfræði. Áfram hélt svo námið, hann fór til New York þar sem eiginkona þekkts píanóleikara, Joseph Lhevinne, kenndi honum. Að námi loknu hélt hann tónleika og samdi tónverk. Gerðist svo kennari frá árinu 1922, ásamt konu sinni í New Jersey.