Tryggvi Jónsson

ID: 10568
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : N. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1922

Tryggvi Jónsson Mynd VÍÆ IV

Rósa Ingibjörg Jónsdóttir Mynd VÍÆ IV

Tryggvi Jónsson fæddist í N. Þingeyjarsýslu árið 1850. Dáinn 15. nóvember, 1922 í Leslie í Vatnabyggð.

Maki: 1) 1879 María Gunnlaugsdóttir f. 27. júlí, 1860 í N. Þingeyjarsýslu, dó á Íslandi 1. júní, 1889. 2) 1. október, 1892 Rósa Ingibjörg Jónsdóttir f. í S. Múlasýslu árið 1867, d. í Blaine 9. janúar, 1950.

Börn: Með Maríu 1. Gunnlaugur f. 14. nóvember, 1880, d. 14. júlí, 1964 2. Jón f. 22. nóvember, 1882, d. í Los Angeles 3. apríl, 1963 3. Jóhann f. 27. júlí, 1885 .Varð eftir á Íslandi. Með Rósu: 1. Marin Ólafur f. 25. júní, 1897 2. Rósa Kristbjörg f. 2. október, 1898 3. Halldór Vilbert f. 23. apríl, 1901 4. Edward Steinþór f. 15. janúar, 1906 5. María Soffía dó barnung.

Tryggvi og Rósa fóru vestur, nýgift, til Winnipeg í Manitoba árið 1893. Þau fluttu í Pembinabyggð í N. Dakota og bjuggu þar til ársins 1920. Það ár flutti þau í Vatnabyggð í Saskatchewan og settust að í Leslie.