ID: 18053
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1918

Valdimar Páll Paulson Mynd VÍÆ II
Valdimar Páll Paulson fæddist í Leslie, Saskatchewan 11. desember, 1918.
Maki: 10. október, 1953 Elizabeth Mary Callsen, danskrar ættar í Bandaríkjunum.
Börn: 1. Margaret Anne f. 1. júní, 1955 2. Christian Paul f. 11. febrúar, 1956 3. Walter Gunnar f. 12. júlí, 1957.
Valdimar var sonur Páls Valdimar Pálssonar og Jónínu Þuríðar Jóhannesdóttur í Vatnabyggð. Hann lauk grunnskólanámi í heimabyggð og B.A. prófi frá Saskatchewan University í Saskatoon. Árið 1951 lauk hann lögfræðiprófi frá sama háskóla. Hann var lögmaður í Foam Lake frá 1952.