Vigdís Jónsdóttir

ID: 2827
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1845
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1925

Vigdís Jónsdóttir Mynd FVTV

Vigdís Jónsdóttir fæddist 3. júní, 1845 í Vestmannaeyjum. Vigdis Evanson vestra

Maki: 20. október, 1881 Jón Eyvindsson fæddist í Rangárvallasýslu 14. júní, 1845. Dáinn í Alberta, Kanada 3. október, 1917. John Evanson vestra.

Maki: 20. október, 1881 Vigdís Jónsdóttir f. 3. júní, 1845 í Vestmannaeyjum.

Börn: John Evan f. 18. október, 1883, d. 7. júní, 1942 í Alberta. Vígdís átti fyrir börnin 1. Jóhanna Sigríður Árnadóttir bjó í Montana 2. Ingveldur f. 28. júní, 1867, d. 2. mars, 1948 í Alberta 3. Árni f. 15. júlí, 1870. Hann fór til Utah en flutti aftur til Íslands 4. Hildur f. 9. júlí, 1873 bjó í Alberta.

Jón flutti vestur til Spanish Fork í Utah 17. maí, 1878. Hann sneri aftur, trúboði, til Vestmannaeyja haustið 1879 og vann þar við trúboð til ársins 1881. Hann sigldi vestur um haf 16. júlí, 1881 og var Ingveldur Árnadóttir honum samferða. Hann kvæntist Vigdísi síðar sama ár en hún var móðir Ingveldar, ekkja í Utah, þangað komin árið 1880. Jón og Vigdís bjuggu í Spanish Fork og seinna í Scofield í Utah en líkt og ótal landar þeirra þar um slóðir fluttu þau árið 1903 til Alberta í Kanada. Þar settust þau að í Taber.