Vigfús Einarsson fæddist 15. maí, 1883 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Ontario í Kanada 22. janúar, 1951.
Maki: Guðrún Jakobsdóttir f. í Muskoka í Ontario 26. febrúar, 1890. Hún var dóttir Jakobs Einarssonar.
Börn: 1. Paul Jacob Vigfús f. 10. febrúar, 1909 2. Ruben Gísli f. 3. desember, 1910 3. Elgen Þórður (Thordur) f. 15. september, 1912 4. Wallace Aðalsteinn f. 3. febrúar, 1915 5. Isabel Elín f. 3. ágúst, 1916.
Vigfús flutti vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum, Einari Bjarnasyni og Sesselju Guðmundsdóttur árið 1887. Þau settust að í Muskoka sýslu. Vigfús missti föður sinn árið 1888 og var sendur til Gísla Einarssonar í fóstur. Vigfús vann víða í Ontario. Í Fyrri Heimstyrjöldinni rak hann verslun, hætti því eftir nokkur ár og hóf rekstur gistiheimilis í Rosseau. Flutti þaðan árið 1938 til Sudburry í fylkinu og var þar með verslun. Seinna vann hann í gróðurhúsi og annaðist kirkjugarð.
