ID: 6742
Fæðingarár : 1842
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1914
Vigfús Melsted fæddist í Árnessýslu 7. júlí, 1842. Dáinn í Saskatchewan 24. nóvember, 1914.
Maki: 1) 1865 Oddný Ólafsdóttir f. 1842 í Húnavatnssýslu, d. 1891. 2) Þóra Melsted f. 1851, d. 14. febrúar,1919
Börn: Með Oddnýju átti Vigfús 15 börn og fóru amk fjögur vestur um haf: 1. Guðrún Oddný f. 1867 2. Sigurður f. 1877 3. Finna Margrét f. 1884 4. Pétur f. 1886. Með Þóru 1. Oddur Vigfús. þau misstu son.
Vigfús og Þóra fóru vestur um haf árið 1891 til Winnipeg í Manitoba. Sneru aftur til Íslands árið 1893 og dvöldu á Sauðárkrók til ársins 1900 en þá fluttu þau aftur vestur. Voru eitt ár í N. Dakota og annað í Winnipeg en fluttu svo í Þingvallabyggð í Saskatchewan og námu þar land.
