Gísli Jónsson

ID: 13941
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Gísli Jónsson fæddist árið 1850 í S. Múlasýslu. Johnson vestra.

Maki: 1) Guðný Magnúsdóttir f. 1849 í N. Múlasýslu. 2) Þóra Gísladóttir f. 2. október, 1857 í Árnessýslu.

Börn: Með Guðnýju:  1. Sigríður f. 1883 2. Sigurður f. 1884 3. Þórunn f. 1885 4. Magnús f. vestra.

Gísli og Guðný fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þau námu land í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem Guðný lést nokkru síðar.  Gísli flutti til Winnipeg og síðar til Glenboro í Argylebyggð. Hann settist að á Big Point árið 1897 og bjó í byggðinni til ársins 1919. Þá seldi hann lönd sín og hús og flutti til Winnipeg. Þaðan nokkru seinna til Gimli en árið 1921 var hann sestur að í Langruth.