Heather Ireland

ID: 20553
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1940

Heather Alda Ireland Mynd VÍÆ II

Heather Alda Jóhannesdóttir fæddist í Winnipeg 26. mars, 1940.

Maki: 10. ágúst 1962 William E. Ireland, skoskur uppruni.

Heather var dóttir Jóhannesar W Sigfússonar og Bergljótar Guttormsdóttur í Winnipeg.  Hún lauk B.A. prófi árið 1961 frá United College í Winnipeg og varð kennari  í borginni við Westwood Collegiate. Þar kenndi hún ensku og söng um skeið en helgaði sig svo tónlistinni, stundaði nám í píanóleik og söng. Kom reglulega fram á tónleikum í borginni og víðar í fylkinu. Þá söng hún oft í útvarp og vikulega í sjónvarpi.