ID: 18507
Fæðingarár : 1888
Dánarár : 1966
Kristbjörn Sigurður Jónsson fæddist í Pembina, N. Dakota 1. maí, 1888. Dáinn 23. maí, 1966 í Kaliforníu. Dr. Eymundson vestra.
Maki: 5. nóvember, 1955 Margrét María Sigurðardóttir f. í Garðar, N. Dakota 12. apríl, 1895.
Barnlaus. Margrét átti dóttur af fyrra hjónabandi; Kathleen Dorothy Einara f. 28. júlí, 1915.
Kristbjörn var sonur Jóns Eymundssonar og Júlíönu Soffíu Einarsdóttur er vestur fluttu úr N. Þingeyjarsýslu árið 1878 og settust að í N. Dakota. Meir um Kristbjörn í Dr. Eymundson í Atvinna að neðan.
