ID: 20021
Date of birth : 1871
Date of death : 1941
Sigríður Erlendsdóttir fæddist í Skálholti í Árnessýslu árið 1871. Dáin í Reykjavík í Manitoba 25. maí, 1941.
Maki: 1899 Ágúst Júlíus Jónsson f. 20. júní, 1873 á Álftanesi í Gullbringusýslu, d. í Reykjavík í Manitoba 20. febrúar, 1919. Johnson vestra.
Börn: Upplýsingar vantar um börn þeirra.
Ágúst og Sigríður fóru til Vesturheims árið 1900 og voru fyrsta árið í Winnipeg. Námu land við norðanvert Manitobavatn nærri Reykjavík. Þar var Ágúst með griparækt.
