Sigurjón Eiríksson

ID: 7463
Date of birth : 1867
Place of birth : Skagafjarðarsýsla

Sigurjón Eiríksson fæddist árið 1867 í Skagafjarðarsýslu. Eyrikson vestra.

Maki: Kristrún Þorkelsdóttir fæddist árið 1873 í N. Múlasýslu

Börn: 1. Þorkell, d. 1918 2. Þorbjörg Sigrún d. 17. september, 1945 3. Lilja 4. Gunnlaugur 5. Jón 6. Elfie

Sigurjón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Kristrún fór vestur þangað með foreldrum sínum, Þorkeli Bessasyni og Þorbjörgu Sveinsdóttur árið 1876. Sigurjón og Kristrún bjuggu í Cavalier í N. Dakota en fluttu þaðan árið 1907 í Vatnabyggð í Saskatchewan og námu land í Wynyardbyggð. Sigurjón reyndist hinn mesti happafengur fyrir hina ungu byggð. Hann var virkur í félagsmálum og sjálfkjörinn formaður alls mannfagnaðar. Hann seldi land sitt eftir einhver ár og flutti til Wynyard. Rak verslun um hríð en var síðan ráðinn embættismaður fylkisstjórnarinnar.