Í VÍÆ I er ágæt samantekt um störf séra Valdimars Eylands.
,,Þjónaði íslenzkum söfnuði í Upham og norskum söfnuði í Makoti, N. Dakota árin 1925-31. Prestur íslenzkra safnaða í Blaine og Point Roberts og ensks safnaðar í Bellingham,Wash. 1931-39. Prestur Fyrstu Lútersku kirkju í Winnipeg s+iðan 1939. Var prestur á Útskálum 1947-48 í skiptum við séra Eirík Brynjólfsson. Fulltrúi Lútherska kirkjufélagsins á Skálholtshátíðinni 1956. Ferðaðist til Palestínu og Miðjarðarhafslanda 1960. Formaður prestafélags í Bellingham. Varaforseti hins Evangelisk-lútherska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi og forseti þess 1953-56. Forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi í mörg ár og áður varaforseti og skrifari.D.D. frá United College, Winnipeg, 1942, og D.D. (dr.theol.) honoris causa frá sömu menntastofnun 1953. Ritstörf: Ritstjóri Parish Messenger, málgagns lútherska kirkjufélagsins á ensku frá 1953 og Sameiningarinnar um mörg ár. Rit: Lutherans in Canada, Winnipeg 1947. Ritgerð í Canadiana, sem er kanadisk alfræðiorðabók, 1957. Fjöldi ritgerða um kirkjuleg og kristileg mál og þjóðræknismál Íslendinga vestan hafs í blöðum og tímaritum vestra. Var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu 1955.”