Foreldrar Einars Páls Jónssonar, Jón Benjamínsson frá Háreksstöðum á Jökuldalsheiði og kona hans, Anna Jónsdóttir ættuð úr Borgarfirði eystri, fluttu til Vesturheims árið 1904 og gerðust bændur í Lundarbyggð. Einar hefur ugglaust verið í stöðugu bréfasambandi við foreldra sína en þegar hann fregnar lát móður sinnar 1913 þá flytur hann vestur. Hann sest að í Winnipeg. Í VÍÆ I (p.210) er ágæt samantekt um ævi Einars Páls vestra. Þar segir:,,Var meðritstjóri Lögbergs 1914-26 en aðalritstjóri síðan. Hann vann ötullega að því að safna fé til kennarastóls í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla og til Elliheimilins Betel að Gimli, Man. Eftirhann hafa komið út: Öræfaljæoð, Winnipeg 1915; Í andlegri nálægð við Ísland, 1944; Sólheimar, kvæði, Reykjavík 1944; ljóð í Tímariti Þjóðræknisfélagsins og víðar. Hann sá um útgáfu á Foreldraminning, Winnipeg 1954. Heimsótti Ísland í boði ríkisstjórnarinnar 1946. Sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1943. Lærði organleik hjá Brybjólfi Þorlákssyni og ASigfúsi Einarssyni og hefur samið nokkur sönglög.”