ID: 17673
Born west
Date of birth : 1910

Stefán Nikulás Johnson Mynd VÍÆ II
Stefán Nikulás Johnson fæddist í Vatnabyggð í Saskatchewan 6. febrúar, 1910.
Maki: Nora, af enskum uppruna.
Börn: Upplýsingar vantar.
Stefán var sonur Péturs Nikulássonar og Önnu Kristínar Jónasdóttur. Faðir Péturs var Nikulás Jónsson og skrifaði sig Johnson. Það skýrir föðurnafn barna Péturs og Önnu. Stefán nam verkfræði í University of Saskatchewan í Saskatoon. Hann hafði áhuga á flugi og lauk flugnámi í Winnipeg árið 1935. Var í kanadíska flughernum í heimstyrjöldinni síðari.