ID: 20502
Date of birth : 1883
Guðrún Einarsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu 18. september, 1883.
Maki: 1) Harry Fipping 2) 17. júní, 1920 Skúli Jónsson f. í N. Múlasýslu 11. mars, 1875, d. í Blaine í Washington 23. mars, 1962
Börn: Með Harry 1. Margrét f. 5. desember, 1916. Með Skúla 1. Stefán Kristinn f. 10. maí, 1922 2. Guðrún Lavína f. 9. júní, 1923.
Guðrún var dóttir Einars Gíslasonar og Þórhildar Hafliðadóttur er vestur fluttu árið 1887 og settust að í Winnipeg. Guðrún ólst upp á Íslandi og fór vestur til Manitoba árið 1905. Þar fékk hún vinnu á hóteli þar til hún giftist fyrri manni. Hún og Skúli bjuggu í Vatnabyggð í Saskatchewan.