
Ólafur Ólafsson Mynd LT
Ólafur Ólafsson fæddist 18. október, 1841 í Kjósarsýslu. Dáinn í Reykjavík 9. ágúst, 1931.
Maki: 1) Guðlaug Guðmundsdóttir d. 1887. 2) Sigríður Hjaltadóttir f. 1857 í Strandasýslu ekkja eftir Jón Guðmundsson.
Börn: 1. Guðrún f. 1863 2. Guðríður f. 1868 3. Stefán f. 1872 4. Einar f. 1875 5. Guðríður f. 1877. Misstu átta börn.
Ólafur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888, dvaldi þar einhvern tíma til að undirbúa landnám. Hélt þaðan áfram í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem hann nam land. Hann flutti þaðan austur í Big Point byggð árið 1894 og bjó þar til ársins 1910. Þá skildu þau Sigríður og hann. Hún flutti vestur að Kyrrahafi til barna sinna af fyrra hjónabandi en Ólafur flutti í Langruth. Þaðan flutti hann alfarinn heim til Íslands árið 1918.
