Þorsteinn J Pálsson

ID: 20625
Born west
Date of birth : 1895
Date of death : 1965

Þorsteinn Jens Pálsson fæddist í Mikley 7. nóvember, 1895. Dáinn 29. september, 1965 í British Columbia.

Maki: 8. apríl, 1934 Sigurveig Ingibjörg Pálsson f. 8. október, 1898.

Barnlaus.

Þorsteinn var sonur Páls Sveingbjörns Jakobssonar og Sigríðar Guðrúnar Jensdóttur er vestur fluttu árið 1887 og settust að í Manitoba. Sigurveig var dóttir Gests Pálssonar, bróður Þorsteins og Önnu Hermaniu Sigurgeirsson í Mikley í Manitoba. Þorsteinn fór ungur að veiða fisk í Winnipegvatni en vann einnig við trésmíði. Árið 1946 flutti hann með fjölskyldu sína vestur að Kyrrahafi þar sem þau settust að í Steveston í grennd við Vancouver. Þar fékk Þorsteinn vinnu  í frystideild British Columbia Fish Packers Ltd.