Jónas Stefánsson

ID: 20639
Date of birth : 1878
Date of death : 1952

Jónas Stefánsson Mynd VÍÆ IV

Jónas Stefánsson fæddist 31. mars, 1878 á Tjörnesi. Dáinn 3. mars, 1952 í Vancouver í British Columbia.

Maki: 1918 Jakobína Sigurgeirsdóttir f. á Grund í Eyjafjarðarsýslu 1. febrúar, 1883.

Jónas gekk menntaveginn á Íslandi, nam í Búnaðarskólanum á Hólum og lauk kennaraprófi árið 1909. Kenndi á ýmsum stöðum áður en hann flutti vestur til Manitoba árið 1913. Þar bjó hann fyrst í Argylebyggð og vann ýmis landbúnaðarstörf en settist seinna að í Mikley. Þar var hann bóndi til ársins 1947, flutti þá vestur að Kyrrahafi og bjó síðast í Vancouver. Jakobína fluttit til Vesturheims árið 1888 með móður sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur og systkinum. Fjölskyldan settist að í Mikley.