Dr. Jón Vídalín Straumfjörð

ID: 20640
Born west
Date of birth : 1899
Date of death : 1969

Dr. Jón Vídalín Straumfjörð Mynd VÍÆ IV

Dr. Jón Vídalín Straumfjörð fæddist í Mikley í Manitoba 13. apríl, 1899. Dáinn 10. júní, 1969 í Denver í Colorado.

Maki: 31. mars, 1923 Þórey Guðmundsdóttir f. í S.-Múlasýslu árið 1895. Dáin 4. júní, 1957 í Denver.

Börn: 1. Jón 2. Allan 3. Robert 4. Halldór Gustav 5. Júlíus Dagbjartur.

Dr. Jón var sonur Jóns Elíasar Straumfjörð og Ingiríðar Jónsdóttur, sem síðast bjuggu í Vancouver. Í VÍÆ IV bls. 291 er ágæt frásögn af ferli Dr. Jóns. “Lauk B.A.-prófi v. Manitobaháskóla 1923, þar sem hannlagði einkum stund á latínu og stærðfr., en fluttist sama ár til Oregon og lagði stund á læknisfræði við háskólann þar, jafnframt því sem hann kenndi stúdentum. Lauk læknisprófi 1929, en kenndi enn nokkur ár unz hann fluttist til Astoria 1934 og stofnaði þar lækningastofu (Astoria Clinic), þar sem hann fékkst einnig við rannsóknir t. d. á A Vitamini”.