Kristbjörg Jónsdóttir fæddist í N. Múlasýslu árið 1872. Dáin í Los Angeles árið 1953.
Maki: 1) 7. mars, 1895 Sigfús Magnússon f. 1857, d. 1924 2) Mr. Denton, s. 1941.
Börn: Með Sigfúsi 1. Magnús Ingimar f. 1895 2. Guðlaug Margrét f. 1897 3. Jónína Kristín f. 1900 4. Sigurborg Margrét f. 1908 5. Friðþjófur f. 1913.
Kristbjörg fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1894 og fór til skyldmenna í Hnausabyggð. Bjó með Sigfúsi í Fljótsbyggð, Lundarbyggð, Selkirk, Narrows og fór með honum vestur til Seattle. Þaðan fóru þau til Vancouver og vann Kristbjörg þar sem saumakona fyrir efnaða fjöldskyldu. Þau fluttu þaðan til Los Angeles þar sem Kristbjörg gifti sig í annað sinn. Mr. Denton var tónlistarmaður, spilaði í næturklúbbum og söng Kristbjörg með hljómsveitinni enda afburða söngkona.
