Anna Stephensen

ID: 13756
Date of birth : 1874
Date of death : 1942

Anna Jónasdóttir fæddist 27. apríl, 1874 í N. Múlasýslu. Dáin í Saskatchewan 1. nóvember, 1942. Stephensen vestra fram að giftingu.

Maki: 1905 Pétur Nikulásson f. á Seyðisfirði í N. Múlasýslu 17. júlí, 1873, d. í Vatnabyggð 21. september, 1961. Johnson vestra.

Börn: 1. Jónas Hermann f. 20. júní, 1907 2. Stefán Nikulás f. 6. febrúar, 1910 3. Þórunn (Thorunn) f. 13. september, 1912 4. Marvin Ellard f. 14. nóvember, 1914.

Anna var dóttir Jónasar Stephensen og Margrétar Stefánsdóttur, sem vestur fluttu árið 1903. Pétur var sonur Nikulásar Jónssonar og Þórunnar Pétursdóttur er vestur fluttu árið 1883 til Mountain í N. Dakota. Þau fluttu í Vatnabyggð um aldamótin og settust að á Kristnesi. Árið 1905 nam Pétur land við Fishing Lake og var með búskap til ársins 1911. Þá fór hann til Mozart, opnaði þar timburverslun, sem hann rak til ársins 1921. Þá gerðist hann lögreglumaður í Wynyard í sjö ár, var svo tvö ár við gullleit í Klondyke. Fór svo aftur í Vatnabyggð og um 1930 varð hann umsjónarmaður styrkja á vegum fylkisstjórnarinnar í kreppunni eftir 1930. Síðustu ár sín bjó Pétur á Betel í Gimli í Manitoba.