ID: 13780
Date of birth : 1862
Place of birth : N. Múlasýsla

Jón Stephanson Mynd SÍND
Jón Stefánsson fæddist árið 1862 í N. Múlasýslu. Stephanson vestra.
Jón fór ókvæntur vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og flutti til Hallson í N. Dakota ári síðar. Rak þar verslun. Tók þátt í gullæðinu í Klondyke í Alaska en sneri þaðan aftur og settist að í Pine Creek í Manitoba. Vann verslunarstörf í fyrstu en sneri sér svo að landbúnaði.
