Guðmundur Jónsson

ID: 14429
Date of birth : 1849
Place of birth : Gullbringusýsla
Date of death : 1926

Guðmundur Jónsson, Sigríður Bjarnadóttir og börn þeirra. Mynd SÍND

Guðmundur Jónsson fæddist 18. febrúar, 1849 í Gullbringusýslu. Dáinn 1. júní, 1926 í N. Dakota.

Maki: 1) Anna Stefánsdóttir f. 1847 í Skagafjarðarsýslu, d. 15. júlí, 1882 2) Sigríður Bjarnadóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1864.

Börn: Með Önnu 1. Stefanía, d. 1926 2. Jón f. 1879. Með Sigríði 1. Anna Kristrún f. 21. desember, 1889 2. Bjarni Valtýr 3. Guðrún Ingibjörg 4. Sólveig Aldís 5. Óskar Tryggvi 6. Elín Þorbjörg 7. Bjarney Jensína d. 18 ára. Tvö önnur börn þeirra dóu í æsku.

Guðmundur flutti vestur með son sinn Jón árið 1887 og fór fyrst til Chicago en þar átti hann systur.  Ári seinna flutti hann á land nærri Svold í N. Dakota þar sem hann bjó í sjö ár. Seldi það og flutti til Mountain. Vorið 1913 flutti fjölskyldan notðut í Saskatchewan í Kanada og settist að nærri bænum Climax í suðvestur horni fylkisins. Þar bjó Guðmundur til ársins 1920 em þá sneri hann til baka til Mountain í N. Dakota þar sem hann lést.